AFMÆLISBARN DAGSINS – 28. nóvember

Þórir Ólafsson, handboltamaður, er fæddur á þessum degi árið 1979. Ferilinn hóf hann með Selfossi árið 2002. Hann fór svo yfir til Hauka og vann þar þrjá Íslandsmeistaratitla í röð. Hann spilaði einnig með Stjörnunni á Íslandi.

Árið 2005 tók atvinnumennskan við. Hann spilaði í sex ár með TuS Nettelstedt-Lübbecke í Þýskalandi og fór svo til Vive Tagi Kielce í Póllandi. Þar var hann í þrjú ár í viðbót. Ferilinn kláraði hann árið 2015 hjá Stjörnunni sem spilandi aðstoðarþjálfari. Hann var áfram viðloðinn Selfoss sem ráðgjafi.

Hann var einnig landsliðsmaður lengi. Hann spilaði á tveimur heimsmeistaramótum og þremur Evrópumótum.

Þórir hefur einnig starfað sem fasteignasali og er menntaður símvirki.

Ekki missa af...