AFMÆLISBARN DAGSINS – 27. október

Flosi Ólafsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur, fæddist á þessum degi árið 1929. Hann var lengi þekkt andlit í leiklist, bæði á sviði og skjá. Hann lærði leiklist við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins og menntaðist frekar í leikstjórn hjá breska ríkisútvarpinu á sjötta áratugnum. Hann var afkastamikill þýðandi og rithöfundur, en hann þýddi bæði skáldsögur og leikverk.

Íslendingar þekkja hann fyrir ýmis hlutverk. Í Stuðmannamyndinni Með Allt á Hreinu var hann Sigurjón Digri sem skipaði hljómsveitardrengjunum að taka af sér skóna. Hann lék einnig Erik í kvikmyndinni Hrafninn Flýgur.

Árið 1995 lék hann í einni eftirminnilegustu auglýsingu Íslands. Þar rappaði hann símanúmer Hreyfils eins og sést í myndbandinu hér fyrir neðan.

Flosi lést eftir alvarlegt bílslys árið 2009, tveimur dögum fyrir áttræðisafmæli sitt.

Ekki missa af...