AFMÆLISBARN DAGSINS – 27. nóvember

Edda Heiðrún Backman, leikkona, leikstjóri og myndlistakona, fæddist á þessum degi árið 1957. Hún var ein af ástsælustu leikkonum landsins í árabil, en hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1983.

Hún lék á sviðum Íslands um árabil en rödd hennar ómar hjá öllum þeim sem ólust upp við talsettar Disney myndir. Þar talaði hún fyrir margar eftirminnilegar persónur.

Hún var einnig í mörgum kvikmyndum á borð við Kaldaljós, 101 Reykjavík og Bíódagar. Hún lék í sjónvarpsþáttum og kom oft fram á hinum og þessum viðburðum.

Árið 2004 greindist hún með taugahrörnunarsjúkdóminn MS. Hún sneri sér að mestu að leikstjórn og opnaði verslun á Hverfisgötu, Súkkulaði og rósir.

Þegar líða fór á heilsuna fór hún að mála listaverk með því að halda pensli í munninum. Hún átti farsælan feril á því sviði og hélt fjöldan allan af sýningum bæði á Íslandi og erlendis. Meðal annars var henni boðið aðild að alþjóðlegum samtökun munn- og fótmálara.

Edda var ötul baráttukona fyrir umhverfisvernd, þá sérstaklega fyrir stofnun hálendisþjóðgarðs. Hún barðist einnig mikið fyrir réttindum fatlaðs fólks. Hún stóð fyrir landssöfnuninni Á rás fyrir Grensás. Safnað var þar fyrir uppbyggingu og endurbótum á Grensásdeild. Hún var mikil stuðningskona Grensáss og var Hollvinum deildarinnar mikill liðsauki.

Edda var kvödd þann 1. október 2016.

Ekki missa af...