AFMÆLISBARN DAGSINS – 26. OKTÓBER

Gísli Hannes Guðjónsson, prófessor í réttarsálfræði, er fæddur þennan dag árið 1947. Hann er þekktur víða um heim fyrir rannsóknir sínar og einn fárra íslenskra sálfræðinga sem hefur náð frama erlendis.

Hann kennir við King’s College í London og hefur jafnframt hlotið Professional Practice Board Lifetime Achievement Award, viðurkenningu frá breska sálfræðingafélaginu, og er heiðursdoktor við læknadeild Háskóla Íslands fyrir rannsóknir sínar á sviði klínískrar sálfræði og geðlækninga.

Auk þess alls hefur hann einnig beitt rannsóknaraðferðum sínum við greiningu á áreiðanleika vitna, en rannsóknir Gísla á þessu sviði hafa gerbreytt yfirheyrsluaðferðum lögregluyfirvalda í Bretlandi og víðar og haft afgerandi áhrif á afstöðu dómara og dómskerfis til áreiðanleika játninga með tilliti til þeirra aðferða sem beitt er við að ná þeim fram.

Ekki missa af...