AFMÆLISBARN DAGSINS – 26. nóvember

Grétar Ólafur Hjartarson, knattspyrnumaður, er fæddur á þessum degi árið 1977. Grétar fór víða á löngum ferli, en hann byrjaði að sparka í bolta hjá heimaliðinu Reyni í Sandgerði árið 1995.

Ári síðar fór hann til Skotlands og spilaði með Stirling Albion í annarri deild í tvö tímabil. Nokkrir aðdáendur klúbbsins sögðust muna eftir honum frá tímabilinu í samtali við 24, Albion var á mikilli sigurgöngu og komst langt í bikarkeppnum. Meðal annars skoraði Grétar fjórða mark Stirling á móti Clydebank „fyrir framan ellefu hundruð Stirling aðdáendur,“ eins og einn aðdáandi orðaði það.

Hann sneri aftur í Sandgerði og spilaði einnig með Grindavík í nokkur tímabil, þar skoraði hann vel. Árið 1999 var hann kosinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. Árið 2000 og 2001 spilaði hann í Svíþjóð og Noregi en kom svo heim og hélt áfram með Grindavík. Hann var markahæsti maður efstu deildarinnar árið 2002 með 13 mörk.

Árið 2005 lék hann æfingaleik með breska liðinu Doncaster Rovers.

Grétar spilaði einnig með KR og Keflavík en eyddi stærstum hluta ferilsins hjá Reyni og í Grindavík. Hann lagði skóna á hilluna árið 2012 eftir eitt lokatímabil með Reyni þar sem hann skoraði ellefu mörk. Hann sneri þó aftur og spilaði með Reyni árið 2014.

Ekki missa af...