AFMÆLISBARN DAGSINS – 25. nóvember

Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og leikstjóri, er fædd á þessum degi árið 1965. Hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1991 og segja má að fjölbreyttur ferill hennar hafi skotist strax af stað þá. Hún hefur leikið, leikstýrt og kennt allan gang síðan.

Á sviði hefur hún bæði leikið og leikstýrt fyrir bæði Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið og fyrir hin og þessi sjálfstæðu leikfélög.

Hún á einnig farsælan kvikmyndaferil að baki, í kvikmyndum á borð við Kaldaljós, Veðramót og Agnes. Hún var líka í Mortal Engines, stórmynd sem dóttir hennar Hera Hilmars lék aðalhlutverkið í.

Hún hefur kennt leik og rödd við Kvikmyndaskóla Íslands, óperunemum í Tónlistarskóla Reykjavíkur og kennt börnum og ungmennum leikstjórn og leiklist í Kramhúsinu. Einnig hefur hún farið í grunnskóla og kennt fag sitt þar.

Ekki missa af...