Afmælisbarn dagsins? – 25. desember

Í kristnum sið er almennt talið að Jesús Kristur hafi fæðst á þessum degi, sitt hvorum megin við árið 0. Um þetta er deilt, bæði á meðal mismunandi skilgreininga á kristni og á meðal mismunandi trúarbragða.

Samkvæmt Biblíunni var Jesú eingetinn af móður og heilögum anda, alinn upp af téðri móður og trésmiðnum Jósef. Hann prédikaði ást og frið til nágranna sinna og vakti með því reiði Rómverja sem höfðu lagt undir sig lönd Gyðinga.

Jesú var krossfestur en reis upp nokkrum dögum síðar eftir að hafa tekið allar syndir mannkyns á sig og situr samkvæmt trúnni við hægri hönd Guðs.

Í flestum, ef ekki öllum, birtingarmyndum síðustu áratugi er hann sýndur sem hávaxinn, hvítur, með ljósbrúnt sítt hár og alskegg. Ef hann var til á svæðinu á þessum tíma hefði hann líklegast skorið sig talsvert úr. Raunveruleikinn er sá að karlmaður á þessum tíma var dökkur á hörund, með svart hár og svart skegg og ekki svo hávaxinn.

Sama hvað því líður þá er kristinn siður að halda upp á fæðingardag Krists á þessum degi. Aðrir kjósa að kalla hátíðina því heiðna nafni sem hann hefur gegnt síðustu þúsundir ára, vetrarsólstöðuhátíð.

Ekki missa af...