AFMÆLISBARN DAGSINS – 24. nóvember

Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur, er fædd á þessum degi árið 1963. Kristín er afkastamikill rithöfundur og hefur skrifað margar eftirminnilegar barnabækur. Hún hefur hlotið mörg verðlaun fyrir verk sín og er ein af okkar vinsælustu rithöfundum.

Hún lærði spænsku í Háskóla Íslands og Háskólanum í Barcelona árið 1985 og útskrifaðist úr háskólanum í Salt Lake City með BA gráðu í fjölmiðlafræði og spænskum bókmenntum árið 1987.

Hún starfaði í ellefu ár sem útvarps- og sjónvarpsfréttamaður.

Hennar fyrsta bók, Elsku besta Binna mín, kom út árið 1997. Fleiri bækur eftir Kristínu eru Gallsteinar Afa Gissa, Strandanornir og Draugaslóð. Hún hlaut fjölda verðlauna fyrir seinni tvær bækurnar, þar á meðal barna- og unglingabókaverðlaun Vestnorræna ráðsins fyrir Draugaslóð.

Flokkur hennar um Fíasól hefur notið mikilla vinsælda. Fyrsta bókin um hana, Fíasól í fínum málum, kom út árið 2004 og síðan þá hafa komið út sex bækur um hana.

Kristín Helga er mjög virk í umhverfisverndarmálum og hefur setið í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Hún er einnig lærður leiðsögumaður.

Ekki missa af...