AFMÆLISBARN DAGSINS – 23. október

Hilmar Þorbjörnsson, frjálsíþróttamaður, fæddist á þessum degi árið 1934.

Hilmar var einn færasti spretthlaupari Íslands lengi vel. Árið 1957 sló hann Íslandsmetið í hundrað metra hlaupi og náði því á 10,3 sekúndum. Metið var í raun ekki slegið fyrr en árið 2016. Ómar Ragnarsson sagði þá í viðtali við RÚV að met Hilmars hafi bara verið tveimur sekúndubrotum frá þáverandi heimsmeti.

Hilmar var einnig lögreglumaður. Hann vann hjá umferðardeild sem yfirmaður lengi og hjá ríkislögreglustjóra.

Hilmar féll frá þann 29. janúar árið 1999.

Ekki missa af...