AFMÆLISBARN DAGSINS – 23. desember

Guðmundur Guðmundsson, handboltaleikmaður og þjálfari, er fæddur á þessum degi árið 1960. Hann er einn farsælasti þjálfari Íslands og hefur unnið titla innanlands sem og utan.

Hann byrjaði barnungur að æfa með Víking og hóf feril sinn þar og varð sexfaldur Íslandsmeistari með liðinu. Árið 1989 byrjaði hann sem spilandi þjálfari með Víking og færði sig yfir til Aftureldingar sem spilandi þjálfari.

Hann stýrði Fram í fjögur ár og fór svo út til Þýskalands að þjálfa TSV Bayer Dormagen. Hann kom aftur heim og stýrði íslenska landsliðinu í þrjú ár og sneri aftur til Fram. Hann gerði Fram að Íslandsmeisturum árið 2006 og tók svo aftur við íslenska handboltalandsliðinu á miklu gullaldartímabili.

Undir hans stjórn komst liðið í úrslitaleit Ólympíuleikanna í Peking og vann þar silfur. Tveimur árum síðar vann Ísland brons á Evrópumótinu.

Samhliða Íslandi stýrði hann einnig GOG Svendborg í Danmörku og Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi.

Frá 2014 til 2017 stýrði hann danska landsliðinu og fékk loksins gullmedalíu á Ólympíuleikunum með þeim.

Í dag stýrir hann aftur íslenska landsliðinu.

Ekki missa af...