AFMÆLISBARN DAGSINS – 22. október

Bergþór Pálsson, söngvari og skólastjóri, er fæddur á þessum degi árið 1957.

Bergþór hefur verið einn þekktasti óperusöngvari Íslands um árabil. Hann er með BA og MA gráðu í tónlist frá Háskólanum í Indiana. Hann er einnig menntaður leikari, útskrifaðist úr Drama Studio í London árið 1997.

Hann hefur sungið í mörgum verkum Íslensku Óperunnar, sungið einsöngva með Sinfóníuhljómsveit Íslands og var einnig óperusöngvari við Óperuna í Kaiserslautern árin 1989 til 1991.

Bergþór hefur verið skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar síðan í ágúst 2020.

Ekki missa af...