AFMÆLISBARN DAGSINS – 22. nóvember

Ingvar Eggert Sigurðsson, leikari, er fæddur á þessum degi árið 1963. Ingvar er einn af okkar allra eftirminnilegustu leikurum en hann hefur verið í mörgum af vinsælustu sjónvarpsþáttum og kvikmyndum okkar tíma.

Hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 1990 og byrjaði strax að leika í Þjóðleikhúsinu. Hann hefur meðal annars hlotið Grímuverðlaun tvisvar sinnum fyrir leik sinn á sviði, fyrir aukahlutverk í Pétur Gautur og fyrir aðalhlutverk í Íslandsklukkunni.

Kvikmyndaferill Ingvars er glæstur, en hann skaust á sjónarsviðið árið 1996 þegar hann lék Grjóna í Djöflaeyjunni. Hann hefur verið aðalhlutverkið í fjöldanum öllum af myndum, þar ber að nefna Englar Alheimsins, Kaldaljós, Mýrin og Hross í Oss.

Hann hefur einnig farið út fyrir landsteinanna, meðal annars lék hann í kafbátamyndinni K-19: The Widowmaker. Hann birtist einnig í Everest og átti eftirminnilegt hlutverk í Justice League.

Í sjónvarpi hefur hann vakið athygli fyrir ýmis Áramótaskaup, en hann lék einnig í Fangavaktinni. Nýlega var hann í Netflix þáttaröðinni Katla.

Ekki missa af...