AFMÆLISBARN DAGSINS – 23. nóvember

Katrín Júlíusdóttir, stjórnmálakona, er fædd á þessum degi árið 1974. Hún hefur verið í stjórnmálum frá menntaskólaaldri, þegar hún var átján ára gömul var hún hluti af hópi sem endurvakti ungliðahreyfingu Alþýðubandalagsins. Hún sat einnig í miðstjórn flokksins á landsvísu.

Í háskólanámi sínu í mannfræði var hún bæði í háskólaráði og stúdentaráði fyrir Röskvu.

Hún var kjörin í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á stofnfundi flokksins árið 2000. Þá varð hún varaþingmaður árið 2001, sama ár og hún var kjörin formaður Ungra jafnaðarmanna. Hún bauð sig fram til Alþingis árið 2003 og fékk þingsæti aðeins 28 ára gömul.

Á þrettán ára þingsetu sinni áorkaði hún miklu. Hún var iðnaðarráðherra árin 2009 til 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra frá 2012 til 2013. Hún sagði skilið við stjórnmál árið 2016.

Í dag er hún framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.

Ekki missa af...