AFMÆLISBARN DAGSINS – 22. desember

Darri Ingólfsson, leikari, er fæddur á þessum degi árið 1979. Hann hefur vakið athygli bæði á Íslandi og úti í löndum, en hann hefur komið fram í kvikmyndum og sjónvarpi.

Hann útskrifaðist úr ArtsEd School of Acting í London árið 2003 og hefur meira og minna búið erlendis síðan þá. Hann lék í nokkrum íslenskum verkefnum, kvikmyndinni Boðbera og sjónvarpsseríunni Mannaveiðum.

Leiðin lá svo út og hann lék í sjónvarpsþáttum í Bretlandi og Bandaríkjunum.

Árið 2013 hreppti hann svo aðalhlutverk í einum vinsælustu þáttaröðum þess tíma, Dexter, um samnefndan fjöldamorðingja.

Hann hefur síðan þá komið fram í fjöldanum öllum af kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, þar´a meðal Rizzoli and Isles og NCIS.

Ekki missa af...