AFMÆLISBARN DAGSINS – 21. október

Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi, fæddist á þessum degi árið 1942.

Ingibjörg afkastaði mörgu á glæstum ferli sínum. Hún vann sem aðstoðarleikstjóri við leikhúsið Teatro Estudio í Kúbu eftir útskrift úr Kvikmyndaskóla Ríkisins í Moskvu árið 1969.

Hún þýddi mörg verk úr rússnesku og spænsku, meðal annars skáldsögur eftir Dostojevskíu og Búlgakov.

Ljóðaferill hennar var einnig afkastamikill, eftir hana liggja sex ljóðabækur. Bókin Hvar sem ég verð kom út árið 2002 við mikið lof og vann Íslensku Bókmenntaverðlaunin. Hún var einnig tilnefnd tvisvar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, fyrir Hvar sem ég verð árið 2004 og fyrir Nú eru aðrir tímar árið 1993.

Hún starfaði einnig sem blaðamaður og gagnrýnandi.

Ingibjörg féll frá þann 7. nóvember 2016.

Ekki missa af...