AFMÆLISBARN DAGSINS – 21. nóvember

Björk Guðmundsdóttir, tónlistarkona og leikkona, er fædd á þessum degi árið 1965. Björk er tvímælalaust frægasti Íslendingurinn fyrir utan landsteinana.

Hún hóf ferilinn sinn einungis ellefu ára gömul, en hún gaf út plötu samnefnda sér árið 1977.

Sautján ára gömul stofnaði hún hljómsveitina Tappi Tíkarrass og birtist meðal annars í heimildarmyndinni Rokk í Reykjavík. Önnur hljómsveit sem hún söng með á þessum tíma var Kukl.

Sykurmolarnir er hljómsveitin sem kom Björk á kortið, en hún var stofnuð árið 1986. Hljómsveitin var samansett af hinum og þessum tónlistarmönnum senunnar, en ásamt Björk söng Einar Örn Benediktsson.

Hljómsveitin spilaði um allan heim og vakti allt lukku, tónninn, meðlimirnir og sér-íslensk einkenni.

Sykurmolarnir leystust upp árið 1992 og hóf Björk enn farsælli sólóferil. Árið eftir kom út platan Debut og síðan þá hefur hún gefið út átta plötur.

Á leiklistarferlinum hefur Björk einnig notið vinsælda. Árið 2000 lék hún aðalhlutverkið í Lars von Trier myndinni Dancer in the Dark. Hún var einnig tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir besta upprunalega lag. Sjálf vann hún verðlaun fyrir leik sinn á Cannes kvikmyndahátíðinni og var tilnefnd til Golden Globe verðlauna.

Ekki missa af...