AFMÆLISBARN DAGSINS – 21. desember

Regína Ósk Óskarsdóttir, tónlistarkona, er fædd á þessum degi árið 1977. Hún gekk í Söngskóla Reykjavíkur samhliða Menntaskólanum í Hamrahlíð og kom fyrst fram með sönghópnum Söngsystur. Hún lenti í öðru sæti í Söngvakeppni Framhaldsskólanna árið 1996.

Leiðin lá næst í FÍH þar sem hún lærði djasssöng, hún fór þá einnig að syngja og leika í söngleikjum í Borgarleikhúsinu.

Hún hefur verið viðloðinn Eurovision í mörg ár. Hún fór fyrst út með Two Tricky árið 2001 og söng bakraddir í laginu Angel. Hún fór einnig út með Selmu Björnsdóttur árið 2005.

Árið 2008 vann lagið This is my Life í flutningi Eurobandsins Söngvakeppnina. Hún og Friðrik Ómar Hjörleifsson sungu lagið saman. Þau lentu í fjórtánda sæti.

Ekki missa af...