AFMÆLISBARN DAGSINS – 20. nóvember

Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld og sagnfræðingur, er fædd á þessum degi árið 1985. Kristín er fræðikona jafnt og hún er skáld, og hefur gefið út bækur á báðum sviðum.

Hennar fyrsta ljóðabók, Blótgælur, kom út árið 2007. Bókinni var vel tekið og síðan þá hefur hún gefið út fjórar ljóðabækur, sú síðasta er Hetjusögur sem kom út árið 2020. Hún þýddi ljóðabók kúbanska skáldsins Virgilio Piñera, Þungi eyjunnar, eða La isla en peso á frummálinu. Sú bók kom út árið 2018.

Fræðiferill Kristínar hefur einnig vakið athygli. Hún útskrifaðist úr meistaranámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2014.

Árið 2018 gaf hún út bókina Stund klámsins: Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar. Fyrir bókina hlaut hún viðurkenningu Hagþenkis.

Árið 2020 var hún svo hluti af teymi sem skrifaði bókina Konur sem kjósa: Aldarsaga. Aðrir höfundar bókarinnar voru Ragnheiður Kristjánsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir og Þorgerður H. Þorvaldsdóttir. Bókin var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Íslands.

Ekki missa af...