AFMÆLISBARN DAGSINS – 2. nóvember

Bergur Ebbi Benediktsson, skáld, leikari og uppistandari, er fæddur á þessum degi árið 1981. Hann vakti fyrst athygli í hljómsveitinni Sprengjuhöllin og sem meðlimur af uppistandshópnum Mið-Ísland og hefur komið víða við síðan þá. Í bland við uppistandsviðburði framleiddi hópurinn sketsaþáttinn Mið-Ísland fyrir Stöð 2 árið 2012.

Sem rithöfundur hefur hann gefið út þrjár bækur. Sú fyrsta var ljóðabókin Tími hnyttninnar er liðinn árið 2010. Hann framleiddi fjögurra þátta seríu, Stofuhita, úr efni seinni tveggja bóka sinna. Þar hélt hann fyrirlestra um samfélagslegar áskoranir mannkynsins, upplýsingar og flæði þeirra og almennt um nútímasamfélagið. Þættirnir voru sýndir á Stöð 2 í ársbyrjum 2021.

Bergur lék í þáttaröðinni Brot, eða Valhalla Murders eins og það var þýtt. Hann er einnig annar stjórnenda hlaðvarpsins Fílalag, eins langlífasta hlaðvarpsþáttar Íslands.

Bergur stundaði nám í framtíðarfræðum við hefur starfað sem fyrirlesari á vegum Pro Events.

Ekki missa af...