AFMÆLISBARN DAGSINS – 19. nóvember

Pétur Eggerz, leikari, er fæddur á þessum degi árið 1960. Hann hefur leikið í ótalmörgum leikritum fyrir Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið.

Hann er ef til vill frægastur fyrir einleik sinn í Eldklerknum, en hann skrifaði og leikstýrði sýningunni fyrst árið 2013.

Hann og eiginkona hans Alda Arnardóttir héldu úti sýningum á vegum Möguleikhússins í mörg ár en það lagðist af fyrir nokkrum árum síðan. Sýningarnar voru helst fyrir börn og ungmenni.

Í seinni tíð hefur Pétur verið mikið í útvarpsleikritum og hljóðbókum. Í COVID-19 faraldrinum stundaði hann mikið af lestri á band, bækur í hans flutningi eru aðgengilegar bæði á Storytel og Hljóðbókasafninu.

Pétur hefur einnig átt farsælan feril á stóra skjánum, en hann lék meðal annars í Sódóma Reykjavík á sínum tíma.

Ekki missa af...