AFMÆLISBARN DAGSINS – 18. nóvember

Svavar Guðnason, myndlistarmaður, fæddist á þessum degi árið 1909. Hann var einn af helstu málurum Íslands á 20. öldinni og er einn af þeim íslensku málurum sem er vel þekktur fyrir utan landsteinanna. Verk hans eru í söfnum Danmerkur og í öðrum einkasöfnum innan Evrópu.

Svavar gaf lítið fyrir myndlistarmenntun, hann lærði hjá einum af forverum popplistarinnar, Fernand Legér í tvær vikur og var skráður í Konunglega Listháskólann í Danmörku en sótti kennslu í tvo mánuði.

Hann var hluti af róttækum listahópi sem kallaður var CoBrA. Nafnið var samansett úr höfuðborgum landana sem listamennirnir unnu úr, Kaupmannahöfn, Brussel og Amsterdam. Svavar bjó lengi í Kaupmannahöfn, en hann var innlyksa þar í seinni heimsstyrjöld. Á því tímabili mótaðist stíll hans og afköstin voru mikil.

Hann hélt einkasýningar á Íslandi og fyrir utan landsteina og var hluti af samsýningum um alla Evrópu, bæði með CoBrA hópnum og öðrum.

Svavar féll frá 25. júní árið 1988.

Ekki missa af...