AFMÆLISBARN DAGSINS – 17. desember

Jón Kalman Stefánsson, rithöfundur, er fæddur á þessum degi árið 1963. Hann er afkastamikill rithöfundur sem hefur notið vinsælda lengi, bæði hér á landi og utan.

Hann vann við fjölbreytt störf áður en hann helgaði sig ritstörfum, var lögreglumaður eitt sumar, kenndi bókmenntir á menntaskólastigi svo fátt eitt sé nefnt.

Fyrsta bók Jóns var ljóðabókin Með byssuleyfi á eilífðina árið 1988. Fyrsta skáldsagan kom út nokkrum árum síðar, en það var Skurðir í rigningu árið 1996.

Síðan þá hefur hann gefið út tvær ljóðabækur til viðbótar og tólf skáldsögur. Hann hefur hlotið mikið lof fyrir skrif sín, þar á meðal þrjár tilnefningar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Árið 2005 fékk hann Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir bókina Sumarljós. Hann var svo tilnefndur fjórum sinnum til viðbótar eftir það.

Nýjasta bók Jóns er Fjarvera þín er myrkur árið 2020.

Ekki missa af...