AFMÆLISBARN DAGSINS – 16. nóvember

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, knattspyrnukona og sálfræðingur, er fædd á þessum degi árið 1982. Ferill hennar hófst hjá Grindavík árið 1997, en hún spilaði sem bakvörður eða kantmaður.

Hún varð Íslandsmeistari með Breiðablik árið 2005 og skoraði mark í sigurleik deildarinnar. Hún var kölluð „sókndjarfasti bakvörður deildarinnar“ í frétt Fréttablaðsins. Árið 2009 fór hún út í atvinnumennsku, spilaði með Örebro í Svíþjóð og Chelsea í Englandi, kom aftur heim árið 2013 og spilaði með Val, Fylki og lauk ferlinum árið 2016 með KR.

Hún spilaði 70 A-landsleiki og skoraði tvö mörk. Hún var í hópunum sem fóru á Evrópumót árin 2009 og 2013. Í seinna skiptið komst Ísland í átta liða úrslit.

Ólína hefur starfað sem sálfræðingur á geðdeild Landspítalans, en hún útskrifaðist úr meistaranámi í klínískri sálfræði árið 2009. Hún varð svo doktor í líf- og læknavísindum árið 2020. Á meðal þess sem hún hefur gert í starfinu er að innleiða nýja meðferð fyrir fólk með geðrofsraskanir.

Ekki missa af...