AFMÆLISBARN DAGSINS – 16. desember

Silja Dögg Gunnarsdóttir, stjórnmálakona, er fædd á þessum degi árið 1973. Starfsferill hennar var fjölbreyttur áður en hún settist á þing.

Hún útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2001 og hafði upp að því starfað sem skrifta á fréttastofu RÚV ásamt því að leiðbeina í grunnskóla.

Hún starfaði á fleiri sviðum fjölmiðlunar, sem blaðamaður á Vikunni og Húsum og Híbýlum.

Hún settist fyrst á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 2013 og hefur setið þar síðan.

Ekki missa af...