AFMÆLISBARN DAGSINS – 15. nóvember

Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona, fæddist á þessum degi árið 1923. Hún var ein af okkar ástsælustu og lengst starfandi leikkonum, lék með Leikfélagi Reykjavíkur fyrst sautján ára gömul allt til dauðadags.

Árið 1945 fór hún út til London og lærði leiklist við Royal Academy of Dramatic Art (RADA). Árið 1950 tók hún þátt í einni af opnunarsýningum Þjóðleikhússins þegar það tók til starfa, aðalhlutverk Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukkunni.

Hún lék mörg þungavigtarhlutverk á sviði, ásamt því að eiga farsælan feril á skjám landsmanna. Vikuna fyrir andlát sitt lék hún í leikritinu Karma fyrir fugla.

Hún var margverðlaunuð fyrir leik og starf. Hún fékk Edduverðlaunin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hafið, heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands, Riddarakross Hinnar Íslensku Fálkaorðu og heiðursverðlaun Menningarverðlauna DV. Einnig var hún mikill náttúruunnandi og barðist mikið fyrir gróðurvernd. Minnisvarði um hana er í reit Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk.

Ekki missa af...