AFMÆLISBARN DAGSINS – 14. október

Bríet Héðinsdóttir, leikkona og leikstjóri, fæddist á þessum degi árið 1935.

Bríet var fastráðin hjá Þjóðleikhúsinu í áratugi, en þar lék hún í ótal mörgum verkum ásamt því að leikstýra. Hún samdi einnig leikgerðir eftir skáldverkum, þar á meðal Atómsstöðinni eftir Halldór Laxness. Hún skrifaði einnig bók um ömmu sína, Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, eina af frægustu baráttukonum Íslands. Bríet eignaðist þrjú börn, þar á meðal er Steinunn Ólína Þorvarðardóttir, leikkona. Bríet lést árið 1996 eftir þrjátíu ára feril hjá Þjóðleikhúsinu.

Ekki missa af...