AFMÆLISBARN DAGSINS – 14. nóvember

Andri Ísaksson, sálfræðingur og uppeldisfræðingur, fæddist á þessum degi árið 1939. Á löngum ferli starfaði hann við margar stofnanir og stundaði rannsóknir um heim allan.

Hann lauk sálarfræðiprófi frá Sorbonne háskólanum í París og meistaraprófi í uppeldisfræði frá Berkeley háskóla í Bandaríkjunum. Hann stundaði frekara nám og rannsóknir við háskóla í Svíþjóð og Þýskalandi.

Andri starfaði sem skólasálfræðingur og var sérfræðingur í skólarannsóknum á sjöunda áratugnum. Árið 1973 var hann skipaður prófessor í uppeldisfræði við Háskóla Íslands, staða sem hann gegndi til ársins 1992. Hann starfaði einnig hjá Menntastofnun Sameinuðu Þjóðanna í mörg ár.

Hann var einnig mikill friðarsinni, meðal annars var hann fyrsti formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga og stýrði stærstu Keflavíkurgöngunni.

Andri lést árið 2005, 66 ára gamall.

Ekki missa af...