AFMÆLISBARN DAGSINS – 14. desember

Ingibjörg H. Bjarnason, stjórnmálakona, kennari og skólastjóri, fæddist á þessum degi árið 1867. Hún var á meðal mikilvægustu Íslendinganna á öndverðri 20. öldinni og arfleifð hennar er að finna í mörgum stofnunum enn þann dag í dag.

Menntavegur Ingibjargar hófst í Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún var viðloðin skólann á einn eða annan hátt nærri því alla tíð síðan. Hún útskrifaðist þaðan árið 1882 og menntaðist frekar í Kaupmannahöfn. Hún byrjaði að kenna í Kvennaskólanum árið 1903 eftir að hafa kennt í Reykjavík.

Hún varð forstöðumaður og skólastjóri skólans árið 1906, staða sem hún gegndi til æviloka. Meðal annars fékk hún það í gegn að útvega almennilegu húsnæði fyrir skólann, núverandi húsnæði skólans við Fríkirkjuveg.

Ingibjörg var alla tíð virk í þjóðfélagsmálum, fylgdist vel með stjórn- og menntamálum og var brautryðjandi í málefnum kvenna. Meðal annars var hún í forystu tólf kvenna sem sömdu frumvarp um þörf á byggingu Landspítala. Einnig var hún formaður Landspítalasjóðs Íslands.

Hún var fyrsta íslenska konan sem var kjörin á Alþingi, sat fyrst fyrir sérstakan Kvennalista frá 1922 en færði sig svo yfir í Íhaldsflokkinn.

Ekki missa af...