AFMÆLISBARN DAGSINS – 13. nóvember

Sverrir Bergmann Magnússon, tónlistarmaður, þáttastjórnandi og kennari, er fæddur á þessum degi árið 1980. Hann vakti fyrst athygli þegar hann vann Söngvakeppni framhaldsskólanna árið 2000. Þar söng hann lagið Án þín. Síðan þá hefur hann samið ýmis lög og gefið út tvær plötur í fullri lengd.

Hann var einnig lengi vel annar stjórnenda sjónvarpsþáttarins GameTíví.

Í bland við þetta allt saman er hann svo teiknari, en í ársbyrjun 2021 hóf hann störf við stærðfræðikennslu á framhaldsskólastigi.

Ekki missa af...