AFMÆLISBARN DAGSINS – 13. desember

Guðmundur Torfason, fótboltamaður og þjálfari, er fæddur á þessum degi árið 1961. Hann fór í gegnum ungliðadeild Fram og spilaði með þeim sinn fyrsta leik árið 1979. Hann var þar til 1986 þegar Fram vann Úrvalsdeildina. Það tímabil var Guðmundur valinn besti maður mótsins og var markahæstur með 19 mörk. Sá markafjöldi er sá hæsti sem skoraður hefur verið í Úrvalsdeild og hafa einungis þrír aðrir náð slíkum árangri.

Eftir það tímabil fór hann út í atvinnumennsku, byrjaði í Belgíu með Beveren og fór svo til Winterslag. Hið síðara sameinaðist öðru liði og úr varð Racing Genk. Guðmundur skoraði fyrsta mark liðsins eftir stofnun.

Hann fór svo til Skotlands og spilaði þar þrjú tímabil með St. Mirren og önnur þrjú með St Johnstone.

Hann kom svo heim og spilaði með Fylki og Grindavík. Skórnir fóru á hilluna árið 1996 en hann hélt áfram með Grindavík sem þjálfari. Hann þjálfaði einnig Fram og ÍR.

Guðmundur skoraði fjögur landsliðsmörk og lék 26 leiki með landsliðinu.

Ekki missa af...