AFMÆLISBARN DAGSINS – 12. desember

Dagur Kári Pétursson, leikstjóri og handritshöfundur, er fæddur á þessum degi árið 1973. Hann fæddist í París, sonur Péturs Gunnarssonar rithöfundar, en fluttist ungur heim til Íslands.

Hann hóf nám í Kvikmyndaskóla Danmerkur og útskrifaðist þaðan árið 1999. Útskriftarstuttmyndin hans vakti mikla athygli og vann til margra verðlauna á erlendum kvikmyndahátíðum.

Ferillinn fór algjörlega á flug árið 2003 þegar Nói Albinói kom út með Tómasi Lemarquis í aðalhlutverki. Dagur skrifaði handritið og leikstýrði. Myndin öðlaðist heimsfrægð og fór á margar kvikmyndahátíðir úti í löndum.

Myndin sópaði til sín verðlaunum á Eddunni, þrátt fyrir sterka samkeppni, verðlaunamynd Sólveigar Anspach kom út sama ár. Bæði Tómas og Þröstur Leó fengu verðlaun fyrir leik sinn í myndinni og Dagur Kári var verðlaunaður fyrir leikstjórn og handrit. Myndin sjálf var valin mynd ársins.

Aðrar myndir eftir Dag er hin danska Voksne Mennesker og hin íslenska Fúsi.

Nýjasta verkefni Dags eru HBO þættirnir Velkommen til Utmark.

Ekki missa af...