AFMÆLISBARN DAGSINS – 11. desember

Auður Haralds, rithöfundur, þýðandi og blaðamaður, er fædd á þessum degi árið 1947. Hún hefur gefið út margar og fjölbreyttar bækur á löngum ferli.

Hennar fyrsta bók kom út árið 1979 og bar heitið Hvunndagshetjan: Þrjár öruggar aðferðir til að eignast óskilgetin börn. Bókin vakti athygli fyrir að fjalla um mál sem ekki voru algeng í umræðunni, heimilisofbeldi og kvennakúgun. Einungis ári síðar gaf hún út bókina Læknamafían. Lítil pen bók.

Bækur Auðar eru margar hverjar háðsádeilur á hin og þessi málefni, þar má nefna á formúlukenndar ástarsögur. Síðasta skáldsaga hennar í fullri lengd, Ung, há, feig og ljóshærð, var einmitt ein slík.

Árið 1983 byrjaði hún að skrifa vinsælan barnabókaflokk um prakkarann Elías. Persónan hafði áður komið fram í Stundinni Okkar. Auður hefur gefið út fimm bækur um Elías.

Hún hefur þýtt bækur, verið blaðamaður, starfað í útvarpi og gert margt, margt fleira.

Ekki missa af...