AFMÆLISBARN DAGSINS – 10. október

Ellert B. Schram, stjórnmálamaður, er fæddur á þessum degi árið 1939.

Það eru ekki margir sem hafa setið á þingi fyrir bæði Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkinguna, en Ellert B. Schram hefur einmitt gert það. Hann var á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn á árunum 1971 til 1979 og svo aftur 1983 til 1987. Hann var svo á þingi fyrir Samfylkinguna frá 2007 til 2009.

Ellert var einnig knattspyrnumaður og spilaði með KR frá 1957 til 1971. Hann spilaði 23 landsleiki og skoraði sex mörk.

Ekki missa af...