AFMÆLISBARN DAGSINS – 11. nóvember

Gréta Salóme Stefánsdóttir, tónlistarkona, er fædd á þessum degi árið 1986. Gréta er fjölhæf listakona, jafnvíg á fiðlu og í söng. Hún hefur leikið inn á plötur annarra íslenskra tónlistarmanna en er ef til vill frægust fyrir tvö Eurovision ævintýri.

Árið 2012 var lagið Never Forget sent út til Bakú, en Gréta söng það ásamt Jónsa. Lagið komst áfram í lokakeppni eftir að hafa lent í áttunda sæti í forkeppni. Í lokakeppninni lenti það í 20. sæti með 46 stig.

Seinni för hennar var árið 2016, þá ein með lagið Hear Them Calling. Lagið komst ekki í lokakeppni.

Hún hefur gefið út eina plötu í fullri lengd, In the Silence árið 2012.

Ekki missa af...