AFMÆLISBARN DAGSINS – 10. nóvember

Þórunn Magnea Magnúsdóttir, leikkona, er fædd á þessum degi árið 1945. Hún hefur verið í leiklist frá unglingsaldri og verið í fjöldamörgum leikritum og kvikmyndum.

Hún helgaði sig leiklist og leiklistarnámi snemma aldurs, var í Leiklistarskóla Ævars Kvaran en stundaði hefðbundið nám á kvöldin í skóla KFUM og K. Hún komst í leiklistarskóla Þjóðleikhússins aðeins fimmtán ára gömul, þá var sextán ára aldurstakmark í skólann. Hún var aðeins átján ára gömul þegar hún lék aðalhlutverk Ófelíu í Hamlet.

Hún stundaði svo leiklistarnám í París í tvö ár. Við heimkomu var hún fastráðin í Þjóðleikhúsinu allt til ársins 1992.

Hún hefur síðan þá sett upp leiksýningar hjá áhugaleikfélögum og hefur sýnt leikverk um heim allan.

Kvikmyndanemar þekkja einnig ef til vill vel til Þórunnar, en hún hefir leikið í mörgum stuttmyndum nemenda Kvikmyndaskóla Íslands og í kvikmyndadeildum framhaldsskóla.

Hún hefur skrifað ljóðabækur og þýtt leikverk úr frönsku.

Ekki missa af...