AFMÆLISBARN DAGSINS – 1. nóvember

Jón Sigurbjörnsson, leikari og söngvari, er fæddur á þessum degi árið 1922. Hann stundaði leiklistar- og söngnám bæði á Íslandi og úti í löndum. Hann lauk leiklistarprófi við The American Academy of the Arts, ásamt því að stunda þar söngnám. Hann stundaði söngnám á Ítalíu árin 1951 til 1964.

Hann byrjaði að leika hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1949 og var svo fastráðinn hjá Þjóðleikhúsinu árið 1960. Frá 1967 og til 1992 var hann svo fastráðinn hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hann lék í Dýrin í Hálsaskógi árin 1967 til 1977.

Jón lék í kvikmyndum á borð við Hrafninn Flýgur, Foxtrot og Mýrin.

Ekki missa af...