AFMÆLISBARN DAGSINS – 1. desember

Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður og lagahöfundur, er fæddur á þessum degi árið 1978. Magni hefur verið virkur í íslensku tónlistarsenunni frá unga aldri og hefur lengi verið á meðal vinsælustu tónlistarmanna landsins.

Hann spilaði í ýmsum hljómsveitum á unglingsaldri og gekk í raðir SHAPE (Supreme Headquarters Allied Powers Europe) sem var búsett á austurlandi, heimasvæði Magna.

Árið 1999 gekk hann svo í raðir hljómsveitarinnar Á Móti Sól, kom þar í stað Björgvins Hreiðarssonar. Hljómsveitin starfar enn þann dag í dag, frá því að Magni tók við hljóðnemanum hafa þeir gefið út sex hljómplötur og fjöldinn allur af lögum náð reglulegri útvarpsspilun.

Magni öðlaðist frægð utan landssteinanna þegar hann tók þátt í raunveruleikasjónvarpsþáttunum Rockstar: Supernova. Markmið þáttanna var að finna söngvara fyrir hljómsveitina Supernova. Fimmtán tónlistarmenn tóku þar þátt.

Magni naut mikilla vinsælda í þáttunum og komst alla leið í úrslit, einn af fjórum sem eftir voru. Hann söng lög eins og Plush með Stone Temple Pilots, Starman með David Bowie og Hush með Deep Purple.

Sannkallað fjölmiðlafár var á landinu þegar Magni keppti. Grunnskóla- og menntaskólanemendur þess tíma minnast þess að hafa fengið frí í fyrstu tímum dagsins svo þau gætu vakað fram eftir og kosið Magna í gríð og erg. Í einum þætti var Magni sá eini sem var öruggur vegna þess að hann fékk svo mörg atkvæði.

Ekki missa af...