Aflýsum ekki jólunum

Þú ert ekki einn Þórólfur og takk fyrir allt þitt. En þetta sýnir mjög skýrt hvernig sumir  í ríkisstjórninni hugsa, fólkið sem hugsar mest um að halda áfram eins og ekkert sé lengur að og sýnir vanþakklæti og skilningsleysi í garð þeirra sem hafa passað uppá okkur í þessum faraldri sem er því miður ekki búinn. „Þetta” fólk sem lætur svona langar að djamma og helst kaupa rauðvín í Hagkaupum og Bónus. En staðreyndin er sú að margir sem eru bólusettir eru að leggjast inn mjög veikir, lika börn.

Sumir geta einfaldlega ekki sætt sig við staðreyndir. Vita kanski ekki alveg heldur hvað mannúð er og hafa minni dómgreind fyrir þessum faraldri því tíminn og áhuginn fer í að hagnast sem mest. Þess vegna eru bankarnir á grænum greinum á meðan sjúkrahúsin eru á dauðum greinum, skólar- leikskólar á bognum greinum eins húsnæðismál aldraðra og margra annarra. Hagnaður gengur ekki upp þegar hertar aðgerðir koma.

Mér finnst það sorglega óábyrgt af t.d dómsmálaráðherra að tala svona gegn sóttvarnalækni. Það veldur sundrung í þjóðfélaginu, gefur fólki leyfi til að vera óábyrgt.

Ég heyrði einn ungan mann í röð í Krónunni segja þetta í síma: „Nei ég ætla ekki í eitthvað fucking próf, einhver ráðherra sagði……. já þessi ljóshærða, Ása nei Áslaug er það ekki?… þetta væri bara fucking rugl að vera herða.”

Það er mjög mikið í húfi núna t.d fyrir sviðslistafólk – en kommon ef við herðum duglega núna með samstöðu, náum þessu niður, þá getum við kanski haldið jólatónleika og allskonar – hjálpað þeim sem virkilega eiga bágt.

Jólin gætu komið en ekki eftirsjá, veikindi og lokanir.

Passað uppá á fólkið sem er með undirliggjandi sjúkdóma og eru aldraðir. Eins og ung vinkona mín spyr:

„Eru þau ekki mikilvæg?“

Áfram Þórólfur og Svandís!

Eftir // Ellen Kristjánsdóttir.

Ekki missa af...