Ætlar þú að losa þig við fjölnota grímuna? Hún má fara í fatagám

Íslendingar sitja eflaust margir hverjir uppi með magn af grímum sem þeir hyggjast ekki nota aftur. Eins og 24 hefur fjallað um þá er ekki lengur grímuskylda á landinu, en hún var við lýði frá því í sumar.

Fjölnota grímur seldust vel í faraldrinum en mörg fyrirtæki fluttu inn grímur til að selja. Nú sitja ef til vill mörg hver uppi með lager af grímum fyrir heimilið. Hvað skal gera við þær? Er hægt að losa grímurnar á sjálfbæran hátt?

Ekki hægt að endurnota sem flík

Það hefur ekki verið á hreinu hvort fjölnota grímur megi bara í fatagám ásamt öðrum notuðum fatnaði. Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs hjá Rauða Krossinum, segir í samtali við 24 að textíl grímur séu velkomnar í fatagám.

Björg er sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs

„Slíkar grímur úr textíl verða sendar erlendis til endurvinnslu á textílnum en ekki endurnýttar sem grímur.“

Það efni sem er ekki hægt að endurnýta sem flík er tætt til að endurgera textíl eða annað efni. „Svo lengi sem er hægt að endurnýta efnið.“

Endurnýting á öllum lufsum

Á vefsíðu Rauða Krossins má sjá bæði lista yfir fatagáma og einnig er þar lýst hvað verður um allan þann fatnað sem skilað er í gámana.

Heilleg föt eru endurnýtt sem slík, annað hvort í hjálparstarf eða eru seld í verslunum Rauða Krossins. Götóttar lufsur af öllu tagi mega líka fara, þó það séu ónýtir jakkar eða sokkar. Það efni er flutt erlendis og tætt í endurnýtanlegan textíl.

Ef þú hefur hug á að losa þig við grímuna þá er sjálfbærast að skila þeim í fatagám hjá Rauða Krossinum. Einnota skurðgrímur fara áfram í ruslið – svo lengi sem böndin eru rifin af fyrst.

Ekki missa af...