Á þessum degi… – 9. nóvember

Árið 1986…

Hvalbátunum Hval 6 og Hval 7 var sökkt í Reykjavíkurhöfn. Aðgerðasinnar samtakanna Sea Sheperd afrekuðu það með því að opna fyrir botnlokur bátanna. Sama dag var brotist inn í skrifstofur Hvalstöðvarinnar í Hafnarfirði og skemmdir unnar á tækjum þar. Leiðtogi samtakanna, Paul Watson, sagði að þetta væri gert til að sporna Íslendingum við að stunda svokallaðar vísindaveiðar, en stórfelldum hvalveiðum hafði verið hætt hér á landi á þessum tíma. Watson var handtekinn við komu til landsins árið 1988 og svo vísað úr landi án þess að ákæra væri gefin út.

Árið 1938…

Skipulagðar ofsóknir þýskra nasista gegn gyðingum hefjast með Kristallnóttinni, eða Kristallnacht eins og það er kallað á frummálinu. Heimili gyðinga, verslanir þeirra og fyrirtæki urðu fyrir barðinu á sleggjusveiflandi stormsveitarmönnum. Einnig var rústað mörgum sýnagógum og bænahúsum. Nafnið er dregið af glerbrotum fyrirtækja í eigu gyðinga sem þöktu gangstéttir og götur eftir ágang nasistanna. Minnst 91 voru myrt þetta kvöld en talan er að öllum líkindum talsvert hærri.

Árið 1932…

Ósætti um lækkun á atvinnubótum stigmögnuðust í götuóeirðir, svokallaðan Gúttóslag. Lögreglumenn og verkamenn tókust á við Góðtemplarahús Reykjavíkur, einnig kallað Gúttó, þar sem bæjarstjórnarfundir voru haldnir. Hætt var við tillöguna um kvöldið.

Ekki missa af...