Á þessum degi… 9. desember

Árið 2010…

LONDON – OCTOBER 07: The website of the Icelandic internet bank Icesave is seen on October 7, 2008 in London, United Kingdom. Icesave has stopped UK customers withdrawing or depositing money with the notice „We are not currently processing any deposits or any withdrawal requests through our Icesave internet accounts. We apologise for any inconvenience this may cause our customers. We hope to provide you with more information shortly.“ This action has come as Iceland’s financial sector grapples with crises stemming from the global credit crunch. (Photo by Jeremy O’Donnell/Getty Images)

Samninganefndir Íslands, Hollands og Bretlands sammælast um nýjan Icesave samning. Eftir bankahrunið urðu reikningar viðskiptavina Icesave í Bretlandi og Hollandi óaðgengilegir. Löndin greiddu viðskiptavinunum það fé sem búið var að ábyrgjast, en deilurnar og samningarnir vörðuðu þá spurningu hvort íslenska ríkið bæri ábyrgð á reikningunum.

Þessi tiltekni samningur var sendur fyrir Alþingi og samþykktur. Þáverandi forseti, Ólafur Ragnar Grímsson, neitaði að skrifa undir samninginn og hann var felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Árið 1979…

Samkvæmt erindi margra vísindamanna, sérfræðinga og lækna, var það staðfest að bólusótt (e. smallpox) hafi verið útrýmt á heimsvísu. Nokkrum mánuðum síðar tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin undir erindið og gáfu út sína eigin staðfestingu.

Verkið hófst árið 1958 að frumkvæði stofnunarinnar. Talið er að bólusótt hafi dregið 300 milljón manns til dauða á 20. öldinni.

Árið 1961 og 1962…

Ríkið Tanganyika fær sjálfstæði frá Bresku krúnunni árið 1961. Ári síðar er Lýðveldið Tanganyika stofnað. Fyrsti forseti ríkisins var Julius Nyerere en hann var leiðandi í baráttu landsmanna fyrir sjálfstæði og jafnrétti. Nafn ríkisins kemur frá Tanganyika vatni. 

Tanganyika sameinaðist eyríkinu Zanzibar árið 1964 sem var í stuttan tíma kallað Sameinað Lýðveldi Tanganyika og Zanzibar, áður en það var opinberlega skýrt Tanzania.

Ekki missa af...