Á þessum degi… 8. nóvember

Árið 1960…

John F. Kennedy var kosinn Bandaríkjaforseti. Tíð hans var stutt en áhrifamikil. Einungis tveimur árum eftir að hann settist í forsetastól var hann ráðinn af dögum af Lee Harvey Oswald. Hann var umdeildur fyrir margar sakir en vinsæll. Kaldastríðsátök eins og Kúbudeilan og Víetnam stríðið settu svartan blett á stjórnartíðina en hann gerði meira en fyrrum forsetar fyrir réttindi þeldökkra í landinu.

Árið 1949…

Fyrstu umferðarljós Reykjavíkur voru sett upp. Fjögur fjölförnustu gatnamótin fengu ljósastýringu.

Árið 1923…

Adolf Hitler reynir að bylta þýsku stjórninni í bjórkjallarauppreisninni í München. Tilraunin misheppnaðist illa og sextán fylgismenn Nasistaflokksins dóu í átökum við bæverska lögreglumenn. Hitler var handtekinn og dæmdur í fimm ára fangelsi. Honum var sleppt eftir níu mánaða afplánun og ítök nasista urðu meiri í þýsku þjóðmálalífi.

Ekki missa af...