Á þessum degi… 8. desember

Árið 2013…

Hljómsveitin Metallica spilar fyrir dansi á Suðurskautslandi. Þeir verða með þessum gjörningi fyrsta hljómsveitin til að halda tónleika í öllum heimsálfum jarðarkringlunnar.

Árið 1980…

John Lennon er skotinn til bana af Mark David Chapman. Lennon var nýbyrjaður aftur í tónlist eftir nokkurra ára hlé, platan Double Fantasy sem hann framleiddi með Yoko Ono hafði komið út einungis þrem vikum áður.

Chapman var búinn að skipuleggja morðið mánuðum saman. Fyrr um kvöldið hittust þeir og Chapman fékk eiginhandaráritun frá Lennon. Mynd náðist af atvikinu sem sést hér að ofan. Seinna, rétt fyrir ellefu um kvöldið, hóf Chapman skothríð sem felldi Lennon.

Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir vikið og hefur oft verið neitað um reynslulausn.

Ekki missa af...