Á þessum degi… 7. nóvember

Árið 1987…

Ólafur Ragnar Grímsson verður formaður Alþýðubandalagsins. Hann tók við stöðunni af Svavari Gestssyni.

Árið 1934…

Fiorello La Guardia var kjörinn borgarstjóri New York borgar, sá 99 til að gegna þeirri stöðu. Borgarstjóratíð La Guardia einkenndist af aðgerðum til að hefta spillingu og auka innviði borgarinnar. Hann skar upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi, þar á meðal gegn nokkrum af frægustu glæpastjórum Bandaríkjanna, Lucky Luciano og Frank Costello. La Guardia er eftirminnilegur borgarstjóri og er vel minnst í sögu New York borgar. Einn af þremur flugvöllum borgarinnar heitir í höfuðið á honum.

Árið 1550…

Jón Arason, kaþólskur biskup á Hólum, er tekinn af lífi. Hann hafði verið handtekinn og fluttur suður til Skálholts um haustið að tilskipan Danakonungs. Upphaflegt plan var að flytja hann til Danmerkur en menn óttuðust að Norðlendingar myndu ríða suður og reyna að frelsa Jón. Hann var því hálshöggvin ásamt sonum sínum.

Ekki missa af...