Á þessum degi… 7. janúar

Árið 2015…

Tveir hryðjuverkamenn réðust inn á ritstjórnarskrifstofu ádeiludagblaðsins Charlie Hebo. Þeir myrtu þar tólf manns og særðu ellefu til viðbótar. Ástæðan var meint guðlast blaðsins og teiknara þess gegn Íslamstrú og Múhameð spámanni.

Blaðið hafði alltaf verið umdeilt fyrir óheflaðar ádeilur sínar á viðkvæm málefni. Þau eftirlifandi héldu áfram að gefa út blöð og alheims hreyfing til stuðnings málfrelsis fór í gang, Je suis Charlie, eða Ég er Charlie.

Árið 1982…

Fyrsti sýningardagur af fjórum þar sem Commodore 64 borðtölvan var kynnt til sögunnar. Tölvan var brautryðjandi að mörgu leyti og kraftmeiri en fyrri borðtölvur. Hún var með 64 megabæt af vinnsluminni og studdi marglitaskema.

Þetta nýttist vel til að gera marga áhrifamikla tölvuleiki þess tíma.

Ekki missa af...