Á þessum degi… 7. desember

Árið 2010…

Julian Assange var handtekinn í London eftir að hafa verið auglýstur af Interpol. Hann var sakaður um kynferðislegt ofbeldi gegn hótelstarfsmanni í Svíþjóð. Fallið var frá málinu nærri því níu árum síðar, en Assange er enn fangelsaður í dag vegna ásakana um njósnir.

Árið 1941…

Árásin á Pearl Harbor átti sér stað. Japanski sjóherinn gerði skyndiárás á sjóhersstöð Bandaríkjamanna á Pearl Harbor í Hawaii með um 350 flugvélum og nokkrum skipum. Rúmlega tvö þúsund manns féllu í árás Japana og nokkrum skipum var sökkt. Þetta varð til þess að Bandaríkjamenn hófu þátttöku sína í heimstyrjöldinni.

Árið 1881…

Minnisvarði um Jón Sigurðsson var afhjúpaður á gröf hans í Hólavallakirkjugarði. Minnisvarðinn er mjög stór, með þeim stærstu í garðinum öllum. Mikið fjölmenni var viðstatt afhjúpunina, en forsetinn hafði fallið frá tveimur árum áður.

Ekki missa af...