Á þessum degi… 6. nóvember

Árið 2010…

Þjóðfundur um stjórnarskrá var haldinn í Laugardalshöll. Fólk úr öllum landshlutum gerði sér ferð, um 950 manns. Aldursbilið var mjög dreift, yngstu sem mættu voru 18 ára og þau elstu 91 árs. Hugmyndir fundarins um hvernig ætti að ræða nýja stjórnarskrá var skipt upp í átta flokka. Þar á meðal voru það siðgæði, lýðræði, náttúra landsins, réttlæti, valddreifing og mannréttindi.

Árið 1954…

Veitingahúsið Naustið opnaði. Það var staðsett við Vesturgötu í Reykjavík og stofnað af Halldóri S. Gröndal. Staðurinn var með einstakt útlit og er frægur fyrir að vera fyrsti veitingastaðurinn til að bjóða upp á Þorrablótsmatseðil. Slíkt er vinsælt á mörgum veitingastöðum enn þann dag í dag. Naustið lokaði árið 2006.

Árið 1864…

Bókasafn Akraness var stofnað sem lestrarfélag. Það var til húsa í gamla Barnaskólanum. Skólinn brann árið 1946, bókaeign safnsins fyrir brunann voru um 3.000 bindi. Safnið er nú til húsa að Dalbraut 1.

Ekki missa af...