Á þessum degi… 6. janúar

Árið 2021…

Árásin á Þinghús Bandaríkjanna. Aðdragandinn var langur en í stuttu máli hafði fráfarandi forseti Donald Trump, stuðningsmenn hans og aðrir stjórnmálamenn Repúblikanaflokksins haldið fram kosningasvindli í langan tíma, jafnvel áður en gengið var til kjörstaða.

Joe Biden sigraði í kosningunum eins og frægt er orðið og Trump neitaði að stíga frá.

Þingið kemur saman í byrjun árs eftir forsetakosningar til að staðfesta þær, í raun er þetta bara formsatriði. Staðfesta þarf kjörmenn hvers ríkis og forsetinn er formlega kjörinn til embættis.

Stuðningsfólk Trump höfðu safnast saman fyrir utan þinghúsið og mótmæltu athöfninni. Hundruðir komust inn fyrir hindranir lögreglu og réðust á þinghúsið. Skrifstofur þingmanna voru lagðar í rúst og nokkrir mótmælendur hugðust taka þingmenn Demókrata af lífi. Allt kom fyrir ei.

Einn mótmælandi var skotinn til bana af lögreglu og þúsundir voru handtekin.


Árið 1998…

Litla Hafmeyjan sem situr í vatninu í Kaupmannahöfn varð aftur fórnarlamb skemmdarverka. Höfuðið á styttunni var sagað af og numið á brott. Þetta hafði gerst rúmum þrjátíu árum áður þegar aktívistar á vegum Situationist hreyfingarinnar söguðu hausinn sem pólítískan gjörning.

Höfuðið sem var numið á brott á þessum degi árið 1998 var nýtt, því hitt fannst aldrei aftur.

Það er ekki vitað hver bar ábyrgð á ódæðinu en hausnum var skilað tæpum mánuði síðar. Það var fest á og hefur ekki fengið algjöran frið síðan. Árið 2003 var styttan sprengd af stalli sínum og hlaut nokkrar skemmdir af.


Árið 1994…

Skautadrottningin Nancy Kerrigan verður fyrir fólskulegri árás, maður ber hana í hnéð með lögreglukylfu. Árásin var skipulögð af mótherja Nancy, annarri skautadrottningu að nafni Tonya Harding.

Harding skipulagði árásina til að hindra Kerrigan frá því að keppa á bæði Landsmóti í Listskautum hið sama ár og á Vetrarólympíuleikunum, einnig sama ár.

Kerrigan missti af Landsmótinu sökum meiðsla en tókst að keppa á Ólympíuleikunum, þar vann hún silfur.

Tonya Harding keppti á báðum mótum en hlaut lífstíðarbann frá íþróttinni að Ólympíuleikunum loknum.

Frá þessu er meðal annars sagt í kvikmyndinni I, Tonya frá árinu 2017. Caitlin Carver tekur að sér hlutverk Kerrigan en Tonya er leikin af Margot Robbie.

Ekki missa af...