Á þessum degi… 6. desember

Árið 1965…

mynd af laugardalshöll

Laugardalshöll var vígð. Hún var teiknuð af Gísla Halldórssyni og Skarphéðni Jóhannssyni og byggð af Reykjavíkurborg í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur.

Tveimur dögum áður var fyrsti keppnisleikur hallarinnar haldinn, þar keppti Reykjavíkurúrval á móti tékkneska liðinu HCB Karviná í handbolta.

Árið 1963…

Fyrstu mennirnir stigu fæti á Surtsey sem fæðst hafði í neðansjávargosi tæpum mánuði áður. Þrír franskir blaðamenn frá Paris Match blaðinu skoðuðu sig um í fimmtán mínútur áður en þeir heyrðu sprengingar og sáu hraunflóð. Þeir forðuðu sér og skrifuðu um atvikið í blaðið. Surtsey öðlaðist heimsfrægð.

Árið 1921…

Írland lýsir yfir sjálfstæði frá Bretlandi með sjálfstæðisyfirlýsingu. Norður Írar kusu að vera áfram undir krúnunni. Borgarastríð hófst á milli stuðningsmanna yfirlýsingarinnar og andstæðinga hennar.

Ári síðar skrifuðu Írar fyrstu stjórnarskrá sína.

Árið 1917…

Stærsta manngerða sprenging þess tíma átti sér stað við Halifax borg í Kanada. Skipið SS Mont Blanc var hlaðið upp í topp af sprengiefnum, tunnum með hráolíu. Skipið klessti á norska skipið SS Imo og keðjuverkun varð til þess að allt efnið um borð í Mont Blanc sprakk. Sprengingin var það rosaleg að allar byggingar í nærri því kílómetra radíus hrundu til grunna. Tré féllu um koll, skipum skolaði upp á strönd og flóðbylgja tortímdi þorpum nálægt ströndinni.

Talið er að um tvö þúsund manns hafi látið lífið í sprengingunni og hamförum af hennar völdum. Sprengingin er enn sú stærsta af mannavöldum sem var ekki kjarnorkusprenging.

Ekki missa af...