Á þessum degi… 5. nóvember

Árið 1993…

Fimm hundruð manns komu saman við rætur Snæfellsjökuls. Ástæðan var sú að geimverur höfðu boðað komu sína á slaginu 21:07. Mikil stemning myndaðist, enda voru íslenskir og erlendir áhugamenn margir hverjir handvissir um að grænar eða gráar verur myndu koma fagnandi. Klukkan sló, flugeldum var skotið á loft en enginn kom. Sum vildu meina að fár og ljósagangur hafi hrætt gestina burt.

Árið 1985…

Byrjað var að rífa Fjalaköttinn, elsta bíóhús Íslands. Erlendur Sveinsson skrifaði í Morgunblaðinu tveimur árum fyrr að; „Sá möguleiki er fyrir hendi að þetta gamla bíó sé eina uppistandandi kvikmyndahúsið í heiminum í dag sem varðveist hefur óbreytt frá tímum þöglu kvikmyndanna.“ Ákvörðunin um að rífa húsið var mjög umdeild.

Húsið sjálft var reist árið 1750 en byrjað var að sýna kvikmyndir þar árið 1906.

Árið 1848…

Fyrsta fréttablað Íslands, Þjóðólfur, hóf göngu sína. Blaðið kom út ýmist á tvisvar eða fjórum sinnum í mánuði og var gefið út til ársins 1920.

Ekki missa af...